Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Sunday, 05 October 2014 00:00

Óveður við Reykjavík

Dagana 9. og 10 október s.l. gekk mikið veður yfir landið. "ATH tvísmella á neðri mynd"  Í fyrstu var veðurhæð af austan mest við suðvestan vert landið einkum í Reykjavík og nágrenni.  Í austanátt liggur vindstengur yfir Viðey og beint inn um hafnarmynni gömlu hafnarinnar í Reykjavík með u.þ.b. 60° stefnu á öldubrjótinn framan við smátabryggjurnar í Suðurbugt.  Veðurhæð varð talsverð aðfaranótt 9. október en um miðjan dag sýndi mælir við Reykjavíkurhöfn stöðugan vind 15-18 m/sek og hviður um og yfir 31 m/sek.

 

Við stöðugan vind 15-18m/sek myndast töluverð alda og öldurót sem fylgir vegna frákasts t.d. frá Ingólfsgarði við aðstöðu hvalabáta og hvalaskoðunarfyrirtækja.

 

Öldubrjóturinn, sem er 80m á lengd hefur skýlt flobryggjum og bátum í Suðurbugt, var undir miklu álagi sem verður við stöðugan vind um og yfir 18m/sek einkum þegar veður standa svo tímum, eða jafnvel dögum, skiptir.

 

S.l. sumar sá Króli ehf um viðgerð og endurnýjun á einingum ásamt keðjumynstri og botnfestum en áhugi okkar beinist eðlilega að því hvort hönnun og búnaðurinn í heild sinni standist álag og kröfur sem gerðar eru.  Í særoki og vindi er oft erfitt að meta aðstæður en á "video" mynd sem við tókum um og eftir hádegi 9. október má sjá hreyfingar öldubrjótsins og meta má gildi alls búnaðar við aðstæður sem voru við Suðurbugt þessa daga.

 

í viðhengi er fréttabréf okkar: 2009_10_11_Öldubrjótur_veður sjá fréttabréf er greint frá hve veður og alda var mikil samkvæmt mælingum hafnarskrifstofu Faxaflóahafna ásamt niðurstöðum úr greiningu á ölduhæð og orku samkvæmt forriti sem öldufræðingar SF Marina AB hafa hannað.

 

Með bestu kveðjum,

 

Króli ehf/Kristján Óli Hjaltason. 

Fleiri Fréttir

Vesturbugt Reykjavíkurhöfn

3. júní sl. var lokið við uppsetningu og frágang á…

Breiðdalsvík 2014

Ekið með öldubrjótinn fyrir Breiðdalsvíkurhöfn frá Loftorku í Borgarnesi til…

Dalvíkurhöfn

Dalvíkurhöfn er ein af tryggum viðskiptamönnum KrÓla ehf en tveimur…

Nökkvi Akureyri

Mynd til hliðar er 25 m flotbryggja á leið til…

Austurbugt, Reykjavíkurhöfn

Við Austurbugt í Reykjavíkurhöfn er höfn fyrir seglbáta að mestu…

Siglufjörður stækkun og endurbætur

Fyrr á þessu ári (2014) var samið við KrÓla ehf…

Vesturbugt Reykjavik

2013 var samið við Króla ehf að setja upp nýja…

Flotbryggja Reykhólum

Í nóvember 2013 var gengið frá uppsetningu og frágangi nýrrar…

Flotbryggja Siglufirði

Siglufjörður var með fyrstu viðskiptavinum Króla ehf um kaup á…

Nýjar flotbryggjur á Vopnafirði

15. maí s.l. var undirritaður verksamningur vegna tveggja hafna á…

Faxaflóahafnir 2011

S.l. vor var samningur undirritaður við Faxaflóahafnir un stækkun aðstöðu…

Breiðdalsvík 2010

Sumarið 2010 tókumst við á hendur endurnýjun á flotbryggjum á…

Bryggja Þingvallavatni

Um síðustu helgi var gengið frá nýrri bryggju við Þingvallavatn…

7 bryggjur við Skorradalsvatn

Enn hefur Króli ehf sett upp bryggjur fyrir sumarbústaðaeiganda við…

Hliðgrindur á Landganga

HlidgrindurKróli hefur gengið frá hönnun á hliðum fyrir landganga en…

Léttar bryggjur á vötn

Við bjóðum 2 gerðir fyrir vötn 1) Staðlaðar áleiningar frá…

Endurnýjun Breiðdalsvík

Króli ehf hefur samið um endurnýjun á flotbryggjum á Breiðdalsvík…

Óveður við Reykjavík

Dagana 9. og 10 október s.l. gekk mikið veður yfir…

Ýmir siglingaklúbbur Kópavogi

Siglingaklúbburinn Ýmir í Kópavogi sem stofnaður var fyrir uþb. 40…

Björgun af Hafsbotni

Í byrjun júní 2010 varð óhapp við björgun Sólaeyjar Sigurjóns…

Tenglastolpar

Tenglastólpar Tenglastólpa og mælasnúrur sækjum við til Rolec Services Ltd.,…