Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Króli ehf

hefur tekist á hendur þjónustu fyrir SEAFLEX Ltd á Englandi vegna lyftibúnaðar til björgunar og/eða vinnu í sjó og vötnum.  Fyrsta afgreiðsla voru 8 stk 5 tonna pokar til að lyfta hafnsögubátnun AUÐUNNI úr Keflavík af botni utan Sandgerðis en bátnum hvolfdi við björgun Sóleyjar Sigurjóns GK 200.  Að neðan má sjá nokkrar myndir af björgunbátsins af hafsbotni.

 

Auðunn á hafsbotni

Dýpt við fjöru var u.þ.b. 2.5m
 
Afhending búnaðar var "á vinnustað"  

 

 

 

 

 

SEAFLEX LTD, Englandi

er heimsþekktur framleiðandi á loftfylltum flottönkum til björgunar úr sjó og vötnum ásamt minni og stærri loftfylltum geymum til fleytingar á köplum, frárennslisrörum og öðrum búnaði sem setja á fram í sjó eða vötn.

Sjá kaflann "Auðunn - björgun" sem sýnir SEAFLEX 5 tonna lyftibelgi sem voru notaðir við björgun á báti sem hvolfdi og sökk utan Sandgerðishafnar í maí 2009.

  

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VIKING Stálfingur:

eru framleiddir af Wilén Marin AB í Svíþjóð  Stærðir eru einkum 2 A) 0.6 x 8M og B) 0.6 x 10M.

Við sölu á fingrum gætum við þess að flothylki séu stór og fingur stöðugir ásamt því að þyngdin leggist að mjög litlu leyti á kantlista flotbryggju.  Á 8M fingur viljumm við hafa 2 x 400 lítra flot þar sem annað flotið er haft nálægt flotbryggju og hitt sem næst ytir enda.  Á 10M fingur viljum við helst hafa 3 x 400 lítra flot til að jafna flohæfni fingurs og álag við flotbryggju.  Þá viljum við hafa burðarprófíl plastfóðraðan til að draga áhrifum þegar bátur nuddast við fingurinn.

 

VKIKING fingur - Sandgerðisbót - Akureyri. VIKING fingur m/PARMA fenderlistum - Kópavogshöfn
   
Landgangur, Bolungarvík Landgangur, Bolungarvík
   
Hliðarstýring við H-bita Hliðarstýring m/landgang

 EuroDock flotbryggjur

eru öllu jöfnu festar við stálþil eða fastar bryggjur.  Í nokkrum tilvikum eru EuroDock lagðar út með 80x80x4mm stálprófílum - sbr olíubryggjur á Þórshöfn og Ólafsvík.  Þá höfum við hannað og framleiðum sérstakar festingar við H-bita ásamt landgangspalli fyrir höfnina á Djúpavogi ofl.

Árið 2001 var hannaður á okkar vegum öryggisstigi til festingar á kantlista flotbryggja frá SF Marina AB. Áður en framleiðsla hófst var stiginn kynntur fyrir Siglingastofnun Íslands sem gaf jákvæð ummæli um stigan sem öryggistæki. Sérstakar reglur eru um merkingum og staðsetningu á örygisstigum en merki skulu vera í "orange" sem næst RAL3025 sem er "gló" litur sem er greinilegt auðkenni.  Að auki er merki sem vekur athygli allra sem um flotbryggjurnar fara en bæði merkið STIGI og handfang er nylonhúðað í RAL3024 litnum en með því teljum við að farið sé að öllu leyti eftir gildandi reglum.