Sími: 690 1155  | kroli@kroli.is

Tenglastólpar og Mælasnúrur

Mælasnúrur:

Mælasnúrur sem við höldum á lager eru 16 og 32amper í lengdum 1m að mæli og 24m að tengimúffu í bát.  Aðrar gerðir svo sem 32amp 3ja fasa getum við afgreitt með 1 - 2ja vikna fyrirvara.  Litur á köplum er blár í efni sem sniðið er fyrir hafnir.

Tenglastópar:

Þjónustuaðili okkar fyrir tenglastólpa og mælasnúrur er ROLEC Services á Englandi www.rolecserv.com en Rolec er sérhæft fyrirtæki með vörur og þjónustu fyrir hafnir.  Tenglastólpana er hægt að fá í mörgum gerðum en vinsælastir eru 750mm háir með 9w toppljósi og 6 læsanlegum tenglum, öryggjum og lekaliðum.  Í flestum tilvikum afgreiðum við heithúðað- eða ryðfrítt (seltuvarið) stál en hægt er að fá "FOAMEX" hlífar sem eru kulda- og seltuvarið plastefni.

Við leggjum áherslu á öryggisþáttinn við tengingu til þeirra sem nýta þjónustu innan hafna einkum með í huga að allt að 6 bátar eru tengdir við hvern stólpa og misjafn frágangur í bátum.  Best er að hver og einn tengill slái út við útleiðslu en talsverður verðmunur er ef 2 tenglar eru á hafðir á einum og sama lekaliða.

Dæmi um búnað: 750mm heithúðaður tenglastólpi með þéttleika IP65 úbúinn með:

6 x 16amp IP44 tenglum

6 x 16amp (ABB) Sjálfvör

2 x 63amp 30 milliamp (ABB) lekaliðar  

2 x Rofar/Innsláttur á lekaliða

1 x PL9 sjálfvirkt 9w toppljós

 

Á síðustu 2 árum hafa margar hafnir óskað eftir innbyggðum mælum og læsanlegum tenglum.  Verð á „micro“ mælu hefur lækkað verulega og því hagnaður að hverfa frá mælasnúrum.