Flotbryggjur okkar eru sóttar til SF Marina AB www.sfmarina.se í Svíþjóð sem er, á heimsvísu, leiðandi í hönnun á steinsteyptum einingum úr járnbentri steinsteypu með flotkjarna úr plasti. Lengdir eru 10, 12, 15 og 20 m og breiddir 2.4, 3, 4 og 5 m. Val eininga fer eftir fyrirhugaðri nýtinu ásamt áætluðu álagi vegna öldu eða annara þátta svo sem kröfum um þjónustu. Tenging milli eininga eru vírar og gúmídemparar sem falla í gróp á enda einingana. Hefðbundinn uppsetning er með keðjum eða SEAFLEX (sjá sér kafla) við botnfestur ásamt staurastýringum í nokkurm tilvikum. Í/á einingar má byggja hús eða þjónustukjarna t.d. olíudælur eða annað sem kröfur eru um í nútíma höfnum |
Efri röð mynda er frá DOMSÖ, norðan við Gautaborg í Svíþjóð. Flotbryggjur eru byggðar fyrir stór skip þar sem traustrar viðlegu er krafist. Einingar eru 5m breiðar og 1.8m á hæð með fríborð um 0.5m - 0.7m. Bent er á innbyggða stuðara til að taka á móti álagi sem er ofan við fríborð eininga. Bryggjuni er lagt út með 50mm keðjum og 10 tonna botfestum að hluta lagt út í röð til að treysta festu. Neðri einingar eru, rétt til samanburðar, flotbryggjur sem við höfum sett hvað mest upp undanfarin 20 ár. Til vinstri er ný flotbryggja (2020) á Bakkafirði 20 x 3m. Landstöpull eru forsteyptar KrÓla-einingar sem raðað er upp á staðum og bundnar með steypu. Landgangur er 1.5 x 8m. Einnig er bent á 115mm PARMA kantlista sem eru settir upp á flestar nýjar einingar. Mynd til hægri er frá Djúpavogi (2016) 3ja m breið með 1.5 x 8m landgang og öryggisstigum. |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |