Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Öryggisstigar

Árið 2001 var hannaður á okkar vegum öryggisstigi til festingar á kantlista flotbryggja frá SF Marina AB. Áður en framleiðsla hófst var stiginn kynntur fyrir Siglingastofnun Íslands sem gaf jákvæð ummæli um stigan sem öryggistæki. Sérstakar reglur eru um merkingum og staðsetningu á örygisstigum en merki skulu vera í "orange" sem næst RAL3025 sem er "gló" litur sem er greinilegt auðkenni.  Að auki er merki sem vekur athygli allra sem um flotbryggjurnar fara en bæði merkið STIGI og handfang er nylonhúðað í RAL3024 litnum en með því teljum við að farið sé að öllu leyti eftir gildandi reglum.