Við Austurbugt í Reykjavíkurhöfn er höfn fyrir seglbáta að mestu í eigu félaga í siglingaklúbbnum Brokey. Flotbryggja fyrir selglbáta er opin fyrir austan og norðaustanátt sem getur lyft öldu og valdið óróa við bryggjurnar. Einnig er vandi fylgjandi umferð báta og skipa inn og út úr höfninni en bógaldan er oft íglidi vindöldu og liggur jafnframt dýpra. Í allmörg ár voru gamlar einingar frá SF Marina sem skerming á áfallsöldu en einingar voru aðeins 10m langar og nýttust ill í því álagi sem fylgdi bæði í krappri vind- og bógöldu. Í vor (2014) sá KrÓli ehf um uppsetningu og frágang á nýrri bryggju annars vegar til skermingar og til aukinar þjónustu við ferðamenn. Valdar voru tvær 3,5 m breiðar og 20 m langar einingar en með þeim næst að skerma af stærstan hluta áfallsöldu og einingar að þjóna stærri skútum og/eða bátum ferðamanna. Einingar eru festar við botn með 8 stk SEAFLEX strengjum og 5 tonna botnfestum. Landgangur og landgangspallur er hönnun KrÓla ehf og teljum við að vel hafi tekist til. Frágangur við landgangspall er unninn af starfsmönnum Faxaflóahafna og til fyrirmyndar.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |