Sumarið 2010 tókumst við á hendur endurnýjun á flotbryggjum á Breiðdalsvík en þar voru fyrir 2 x 10 metra einingar sem voru lúnar og slitnar. Settar voru upp 40m af nýjum 3ja metra breiðum einingum ásamt nýjum og lengri landgang. Gömlu einingarnar fengu nýtt líf með endurnýjun á kantlistum og tengingu við þær nýju sem viðlegufingur fyrir stóra yfirbyggða báta. Aðstaða fyrir báta gjörbreyttist og aðsókn báta jókst við bætta aðstöðu enda liggur Breiðdalsvík vel við fiskimiðum og stutt að sækja.
Til gamans tókum við saman nokkrar myndir og felldum inn í videomynd þar sem stór yfirbyggður bátur mátar sig við nýju bryggjurnar og gamla/nýja fingruinn. Sjá má myndbandið hér að neðan á síðunni.
![]() |
![]() |
![]() |
Gömlu bryggjurnar nýttar sem fingur | Vel nýtt bryggja gamlir fingur með nýtt líf. | Frágangangur við landgang |
![]() |
||
Nýr endi til að stýra bátum í stæði |