Króli ehf hefur samið um endurnýjun á flotbryggjum á Breiðdalsvík en 2 10m einingar voru settar þar upp árið 1988. Hinn nýji samningur Króla ehf er sala og uppsetning á 2 nýjum 20 m löngum einngum í 3ja metra breidd en fyrirhugað er að "gömlu" einingarnar verði nýttar sem fingur fyrir stóra yfirbyggða báta.
Einnig er landgangur endurnýjaður og lengdur úr 5 í 8 metra ásamt því að rafmagn í tenglastólpum verður á báðum flotbryggjunum.
Samningur kveður á að uppsetningu og frágangi verði lokið í síðasta lagi í fyrstu viku júní.
Sækja má teikningu með því að smella hér