Sími: 690 1155  | kroli@kroli.is

Flotbryggjur og öldubrjótar

Flotbryggjur

okkar höfum við sóttt til SF Marina AB www.sfmarina.se í Svíþjóð sem er leiðandi í hönnun á steinsteyptum einingum á heimsvísu.  Eins og fram hefur komið þá hefur verið undirritaður þríhliða samningur milli Króla ehf, SF Marina AB og Loftorku í Borgarnesi ehf um flutning á framleiðsluni til Íslands sem jafnframt yrði undir eftirliti af hálfu SF Marina AB að hvergi verði gefið eftir í gæðum og frágangi. Einingar eru úr járnbentri steinsteypu með flotkjarna úr plasti.  Lengdir eru 10, 12, 15 og 20 m og breiddir 2.4, 3, 4 og 5 m.  Val eininga fer eftir fyrirhugaðri nýtinu ásamt áætluðu álagi vegna öldu eða annara þátta svo sem kröfum um þjónustu.  Tenging milli eininga eru vírar og gúmídemparar sem falla í gróp á enda einingana.  Hefðbundinn uppsetning er með keðjum eða SEAFLEX (sjá sér kafla) við  botnfestur ásamt staurastýringum í nokkurm tilvikum.  Í/á einingar má byggja hús eða þjónustukjarna t.d. olíudælur eða annað sem kröfur eru um í nútíma höfnum.

 

 

 

 

Öldubrjótar

eru stærri gerðir eininga oft með kjöl með báðum langhliðum.  Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn er varin með öldubrjót frá SF Marina sem settur var upp árið 1992 og er nú miðstöð fyrir hvalaskoðun og ýmsa ferðatengda þjónustu.  Stærðir eru almennt 20M á lengd með breytilegar hæðir og þyngdir.  

Við getum boðið viðskiptavinum að reikna stærðir öldubrjóta í töflureikni sem SF Marina hefur hannað í samstarfi við sérfræðinga í öldumælingum en við skoðun þurfa að liggja fyrir tölur um vind, dýpi og vindfang að væntanlegum öldubrjót svo og áfallshorn öldu. Að neðan eru nokkrar myndir úr ísleskum höfnum vel hlaðnar bátum.

Á mynd t.v. er öldubrjótur sem ver smábátaaðstöðu í Sauðárkrókshöfn.  Valið var að setja 7 steinsteypta fingur innan við öldubrjótinn en með því næst hagstæð nýting fyrir stærri dagróðrarbáta.

 

 

 

Norðurbugt, Reykjavík - 3,5m breiðar einingar. VIKING fingur 8M Flotbryggjur í Sandgerði eru einna mest setnu "Królabryggjur"