Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Seaflex - Viðlegukerfi

SEAFLEX eru taugar úr gúmí með ofnum kjarna en hönnun SEAFLEX má rekja til árisins 1985.

SEAFLEX hefur reynst afbragðs vel til festu á flotbryggjum og baujum.  Hver þráður er að þvermáli 25mm og hefur þá eiginleika að þola allt að 100% teygju án þess að tapa styrk.  Togþol hvers SEAFLEX þráðar er uþb 1000 kg en þráðum er fjölgað til samræmis við álagskröfur hverju sinni.

Fyrstu flotbryggjur á Íslandi  með SEAFLEX voru settar upp í Grindavíkurhöfn í janúar árið 2000 en nokkrum dögum eftir að uppsetningu skall á aftaka verður með miklu álagi á allan búnað.  Talið er að flotbryggjurnar hafi lyfst uþb 1.8m yfir “hæsta sjó” en meðal báta sem voru við bryggju var björgunarskip Þorbjörns í Grindavík.  Ekkert tjón varð á flotbryggjum eða bátum, þrátt fyrir talsvert tjón á öðrum bryggjum búnaði, en telja má að gildi SEAFLEX hafi þar komið í ljós. Aðrar hafnir með SEFLEX eru t.d. Olíubryggja í höfninni við Helguvík, nýjar flotbryggjur Snarfara við Elliðavog, Olíubryggja Olís í Hafnarfjarðarhöfn, Kirkjubryggjan á Skansinum í Vestmannaeyjum, flotbryggjur og öldubrjóur í Akraneshöfn, Norðurbugt og öldubrjótur í Reykjavíkurhöfn ásamt nýlegri höfn á Sauðárkrok. Nýjung á SEAFEX er "ByPass" búnaður - sjá hreyfimynd - hindrar að teygja verði og mikil. 

Tenglastólpar:

Þjónustuaðili okkar fyrir tenglastólpa er Rolec Services á Englandi: www.rolecserve.com en Rolec er sérhæft fyrirtæki með vörur og þjónustu fyrir hafnir.  Tenglastólparnir eru af mörgum gerðum en við höfum að mestu selt "CASSIC" stólpa með 16- og/eða 32amp (bæði ein- og þriggja fasa) tenglum.  Tenglar eru læsanlegir með öryggi, lekaliða sem grunnfrágang.  Einnig má fá stólpana með orkumælum "kwH" en undanfarin ár hafa flestir stólpa verið afgreiddir með mælum.  Ytra birgði er almennt úr hethúðuðu stáli en ryðfrítt seltuvarið stál er einnig fánanlegt.

ATH: "STÆKKA MÁ .PDF MYNDIR MEÐ ÁSLÆTTI"

 

     
 3x32amp einfasa og 1x32amp 3ja fasa 2x16amp einfasa og 2x32amp 3ja fasa    
       
 Stólpar í kirkjugarða: 24volta tenglar Sauðárkrókskirkjugarður 2017    

 


 

EuroDoc - einingar

Burðargrind EuroDock er sterkur, heithúðaður stálrammi með timburklædd dekki annað hvort úr gagnvarinni furu eða harðvið (KIRAI).  Val er á flotum úr steinsteypu eða plasti.  „C“ - prófíll 180x120x4mm er á báðum langhliðum til að festa annað hvort kantlista, stagfestur eða fingur milli báta.  Grunneiningar eru í 4m lengdum 2,4 eða 3.0m breiddum en val er um 6m lengdir í sömu breiddum.  Á milli eininga er val um mjúk eða stíf samtengi til að taka á móti ölduhreyfingu. 

   
EuroDock olíuafgreiðsla á Djúpavogi    
 
EuroDoc einingar. 2 stk 3 x 4m.  

Landg. 1.2x8m - 7m hliðarstýringar

 

Ólafsfjörður 2015
PARMA fenderlistar -

eru framleiddir úr „Thermoplastic Polyurethen (TPU)“ sem er mjög teygjanlegt, sterkt og kuldaþolið efni.  Framleiðandi er PARMA Plast A/S í Noregi en að ráði PARMA völdum við svartan lit þótt grár falli öllu betur að stáli og timbri.  Ástæðan er þol svarta efnisins mót útfjólubláum lit sólarljóss en PARMA hefur fullvissað okkur að enginn litur gangi úr efninu og liti byrðing báta.

Stærðir sem við höldum á lager eru: Ø70 og Ø115mm.  Ø70mm listarnir henta vel á fingur (putta) milli báta en Ø115mm fellur vel að kantlistum á flotbryggjum sem eru öllu jöfnu 140mm á hæð.

Í myndalista eru ýtarlegri lýsingar á nokkrum uppsetningu og nýlegum frágangi PARMA fenderlista.

 Myndlista, að neðan,  má stækka með áslætti
Nýjir öryggislistar frá PARMA: 2 litir gulur og koksgrár 

CanadaDocks: www.canadadoks.ca

Bryggjur frá CanadaDocks eru modulbyggðar.  Einingar eru 1.25 x 2.5m afgreiddar sem heild með stólpum, samtengjum og dekki allt eftir óskum.  Uppsetning er auðveld enda fylgja góðar leiðbeiningar.  Lengd á stólpum er miðuð við dýpt við bakka.  Aukahlutir eru falir svo sem; krækjur fyrir botnfestur, samtengi fyrir landganga, stigar, kantlistar, stuðningsstólpar vegna viðlegu báta, (sólardrifin)ljós, pollar ofl. 

 

 
10m bryggja við Þingvallavatn_2020  Við Skorradalsvatn 2019/2020

 

 

 

 

"Stækkið skjalið með því að smella á myndina"