Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Fingur við flotbryggjur

Fingur - stál og timburdekk.

Við flestar flotbryggjur sem KrÓli ehf hefur sett upp eru fingur sem marka bása fyrir hvern bát. Fyrstu fingur voru settir upp á Stöðvarfirði og Bíldudal fyrir uþb. 40 árum en þeir voru með burðargrind 60x40x3,5mm.  Í flestum seinni afgreiðslum er burðargrind 100x80x4mm.  Oftast eru fingur með timburdekki en í nokkrum tilvikum með heithúðu neti.

Öllu jafnan er reikað með að lengd fingurs sé  75-80% af lengd báts og jafnframt er þess vænst að burður leyfi meðalmanni að ganga út á enda fingurs. Stærð fingra er oftast 6 og/eða 8m en lengri og burðarmeiri fingur eru falir.

 

 

 

   

 

 

 

Burðarmiklir steinsteyptir fingur.

Undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á dagróðrarbátum sem hafa stækkað að mun en mesta breytingin er að öll vinnuaðstaða er lokuð.  Þessi nýja gerð báta gerir auknar kröfur til aðstöðu í höfnum þar sem næsta ómögulegt að leggja bátum "utan á hvorn annan" til að nýta viðlegu.

Við hjá KrÓla ehf vekjum athygli á sterkum steinsteyptum fingrum sem henta vel fyrir þessa gerð báta þar sem þeim er lagt með stefni eða skut að viðlegukanti en við það verður nýting flotbryggja mun betri.  Hönnun okkar byggist á því að c/c á milli fingra sé uþb 10m sem þýðir að við hefðbundnar 20m flotbryggju er hægt að koma fyrir 8 bátum í stað 2 - 4 þegar lagst er með síðu að viðlegukanti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Öldurbrjótur með 7 steyptum fingrum fyrir dagróðrarbáta

Í hlutir í/á flotbryggjur er sniðnir að þörfum.  Val er um auka fenderlista, pípukerfi, polla, festingar fyrir ýmsan búnað, öryggisstiga ofl.

 

ATH: Stækka má myndalista með því að smella á viðeignadi lista

   
   
   

 

.

 

 


 

Flotbryggjur

okkar eru sóttar til SF Marina AB www.sfmarina.se í Svíþjóð sem er, á heimsvísu, leiðandi í hönnun á steinsteyptum einingum úr járnbentri steinsteypu með flotkjarna úr plasti.  Lengdir eru 10, 12, 15 og 20 m og breiddir 2.4, 3, 4 og 5 m.  Val eininga fer eftir fyrirhugaðri nýtinu ásamt áætluðu álagi vegna öldu eða annara þátta svo sem kröfum um þjónustu.  Tenging milli eininga eru vírar og gúmídemparar sem falla í gróp á enda einingana.  Hefðbundinn uppsetning er með keðjum eða SEAFLEX (sjá sér kafla) við  botnfestur ásamt staurastýringum í nokkurm tilvikum.  Í/á einingar má byggja hús eða þjónustukjarna t.d. olíudælur eða annað sem kröfur eru um í nútíma höfnum

 

Efri röð mynda er frá DOMSÖ, norðan við Gautaborg í Svíþjóð.  Flotbryggjur eru byggðar fyrir stór skip þar sem traustrar viðlegu er krafist.  Einingar eru 5m breiðar og 1.8m á hæð með fríborð um 0.5m - 0.7m.  Bent er á innbyggða stuðara til að taka á móti álagi sem er ofan við fríborð eininga.  Bryggjuni er lagt út með 50mm keðjum og 10 tonna botfestum að hluta lagt út í röð til að treysta festu.

Neðri einingar eru, rétt til samanburðar, flotbryggjur sem við höfum sett hvað mest upp undanfarin 20 ár.  Til vinstri er ný flotbryggja (2020) á Bakkafirði 20 x 3m.  Landstöpull eru forsteyptar KrÓla-einingar sem raðað er upp á staðum og bundnar með steypu.  Landgangur er 1.5 x 8m.  Einnig er bent á 115mm PARMA kantlista sem eru settir upp á flestar nýjar einingar.  Mynd til hægri er frá Djúpavogi (2016) 3ja m breið með 1.5 x 8m landgang og öryggisstigum.

 

   
   

 

Öldubrjótar

eru stærri gerðir eininga oft með kjöl með báðum langhliðum.  Suðurbugt í Reykjavíkurhöfn er varin með öldubrjót frá SF Marina sem var fyrst settur var upp árið 1992 en Suðurbugt er miðstöð fyrir hvala- og fuglaskoðun svo og ýmsa ferðatengda þjónustu.  Stærð öldubrjóta eru almennt 20M á lengd með breytilegar hæðir og þyngdir.  Í ár (2020) var öldubrjóturinn við Suðurbugt endurnýjaður með 5m einingum og heildarlengd sem fyrr 80m.    

Við getum boðið viðskiptavinum að reikna stærðir öldubrjóta í töflureikni sem SF Marina hefur hannað í samstarfi við sérfræðinga í öldumælingum en við skoðun þurfa að liggja fyrir tölur um vind, dýpi og vindfang að væntanlegum öldubrjót svo og áfallshorn öldu.

Mynd að neðan er úr Suðurbugt hvar sjá má út út hafnarmynninu til NA í átt til Viðeyjar.  Bein vindlína er rétt um 4.8km sem veldur rismiklli öldu þegar vindur er 25-35m/sek utan hafnarinnar og 15-22m/sek innan hafnargarðsins með uþb. 60° áfallshorni á öldubrjótinn.  Við endurnýjun í ár (2020) var "gamli öldubrjóturinn" sleginn í tvo hluta 2 x 40m og settur sem viðlega til þjónustu fyrir starfsemina í Suðurbugt.  Við, hjá KrÓla, teljum að vel hafi til tekist og enn batnar aðstaða fyrir harðbotnabáta, á komandi vori, með uppsetningu 12m fingra sem eru með 30° stefnu frá flotbryggju.

Á neðri mynd er öldubrjótur í Sauðárkrókshöfn 3 x 80m en á hann voru (2016) settir steyptir 1.2 x 12m fingur sem viðlega fyrir stærri dagróðrarbáta.

 
"Myndina úr Suðurbugt er hægt að stækka með áslætti"