Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Fingur-Básar

Fingur við flotbryggjur

Fingur - stál og timburdekk.

Við flestar flotbryggjur sem KrÓli ehf hefur sett upp eru fingur sem marka bása fyrir hvern bát. Fyrstu fingur voru settir upp á Stöðvarfirði og Bíldudal fyrir uþb. 40 árum en þeir voru með burðargrind 60x40x3,5mm.  Í flestum seinni afgreiðslum er burðargrind 100x80x4mm.  Oftast eru fingur með timburdekki en í nokkrum tilvikum með heithúðu neti.

Öllu jafnan er reikað með að lengd fingurs sé  75-80% af lengd báts og jafnframt er þess vænst að burður leyfi meðalmanni að ganga út á enda fingurs. Stærð fingra er oftast 6 og/eða 8m en lengri og burðarmeiri fingur eru falir.

 

 

 

   

 

 

 

Burðarmiklir steinsteyptir fingur.

Undanfarin ár hefur orðið mikil breyting á dagróðrarbátum sem hafa stækkað að mun en mesta breytingin er að öll vinnuaðstaða er lokuð.  Þessi nýja gerð báta gerir auknar kröfur til aðstöðu í höfnum þar sem næsta ómögulegt að leggja bátum "utan á hvorn annan" til að nýta viðlegu.

Við hjá KrÓla ehf vekjum athygli á sterkum steinsteyptum fingrum sem henta vel fyrir þessa gerð báta þar sem þeim er lagt með stefni eða skut að viðlegukanti en við það verður nýting flotbryggja mun betri.  Hönnun okkar byggist á því að c/c á milli fingra sé uþb 10m sem þýðir að við hefðbundnar 20m flotbryggju er hægt að koma fyrir 8 bátum í stað 2 - 4 þegar lagst er með síðu að viðlegukanti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Öldurbrjótur með 7 steyptum fingrum fyrir dagróðrarbáta