Sími: 690 1155  | koh@kroli.is

Fenderlistar

PARMA fenderlistar -

eru framleiddir úr „Thermoplastic Polyurethen (TPU)“ sem er mjög teygjanlegt, sterkt og kuldaþolið efni.  Framleiðandi er PARMA Plast A/S í Noregi en að ráði PARMA völdum við svartan lit þótt grár falli öllu betur að stáli og timbri.  Ástæðan er þol svarta efnisins mót útfjólubláum lit sólarljóssins en PARMA hefur fullvissað okkur að enginn litur gangi úr efninu og liti hvítan byrðing báta.

Stærðir sem við höldum á lager eru: Ø90 og Ø115mm.  Ø90mm listarnir henta vel á fingur (putta) milli báta en Ø115mm fellur vel að kantlistum á flotbryggjum sem eru öllu jöfnu 140mm á hæð.

 Ólafsfjörður: Ø115mm fender á báðum hliðum Sauðárkrókur: Ø75mm klæddur á slétta hlið fingra 
   
   

Endurnyjun í Kópavogshöfn 2019.

Í stað eldri fingra voru settir 0.6x8m VIKING fingur frá Wilén Marin.  Allir fingur eru með 4 x 400 ltr flotum og PARMA kantlistum á báðum hliðum.