Sími: 690 1155  | kroli@kroli.is

Færanlegar Bryggjur

Léttar bryggjur frá SHOREMASTER - USA

 www.shoremaster.com (Wheel-In-Dock Infinity RS-7)

Árið 2006 gengum við frá smaningum við SHOREMASTER í USA en sama ár voru alls settar upp 5 bryggjur við Skorradalsvatn sem hafa reynst eigendum sínum vel.  Þær eru "modul" byggðar úr sterkum álprófílum ásamt mjög vel hönnuðum aukahlutum svo sem hækkanlegum hjólabúnaði, fenderlistum, pollum ofl. Grunnstærðir eru 5.1 x 1.25m og 2.55 x 1.25m með sterkum millitengjum en flestar Shoremaster bryggjur eru 10.2m langar þar sem 5.1M einingar eru lagðar enda við enda og 2.55M við fremri einingu til að byggja breiðari og stöðgri haus.  Þríhyrningur innan við fremri einingu er hafður til að auka heildarstyrk bryggju. Fremstu burðarsúlur eru með spindlum sem auðveldar stillingu mót vatnshæð en aðrar eru festar með boltum.  Hjól eru undir fremstu burðarsúlum en plötur á öðrum til að hindra sig t.d. í sand eða malarbotn. Í júlí 2011 var fyrsta bryggjan sett upp við Þingvallavatn. Bent er á nýjung sem eru fóðraðir lóðréttir fenderar á hliðum sem hindra að bátur nuddist við burðargrind bryggjunar.

 

Skorradalur 2009

  

Skorradalur 2006 10M bryggja með 2.5M haus. Fóðraður hliðarfender.